Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 11. nóvember 2018 16:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sviss: Svekkjandi tap fyrir Guðlaug Victor og félaga
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leiktímann þegar Zürich tapaði á heimavelli gegn Sion í svissnesku úrvalsdeildinni.

Guðlaugur Victor er að stíga upp úr meiðslum og því jákvætt að hann skuli spila 90 mínútur.

Zürich komst yfir í leiknum á 62. mínútu en náði ekki að halda því. Sion jafnaði á 71. mínútu og skoraði aftur á 82. mínútu. Það reyndist vera sigurmarkið í leiknum.

Gríðarlega svekkjandi fyrir Zürich sem er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig. Sion er í áttunda sæti.

Guðlaugur Victor fer nú til móts við íslenska landsliðið sem á leik gegn Belgíu á laugardag í Þjóðadeildinni og Katar í vináttulandsleik nokkrum dögum síðar.

Rúnar Már Sigurjónsson er frá vegna meiðsla. Lið hans, Grasshopper, er komið af botni svissnesku úrvalsdeildarinnr eftir 3-2 sigur gegn Neuchâtel Xamax í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner