banner
   þri 11. desember 2018 07:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Gummi Ben: Dauðlangar aftur að þjálfa
Gummi Ben var aðstoðarþjálfari Bjarna Guðjónssonar hjá KR.
Gummi Ben var aðstoðarþjálfari Bjarna Guðjónssonar hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held það já. Mig dauðlangar það aftur," sagði Guðmundur Benediktsson þegar hann var spurður að því hvort þjálfarinn Gummi Ben myndi snúa aftur.

Gummi fór yfir stóru fótboltamálin í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Gummi var aðalþjálfari Breiðabliks og Selfoss og aðstoðarþjálfari hjá Blikum og KR-ingum.

„Mig langar aftur að vera aðalþjálfari en langar líka að þjálfa yngri flokka aðeins. Ég er mjög spenntur fyrir því. Börn eru eitt það heiðarlegasta í heiminum og ég hef mjög gaman að því."

Hann segir að það sé þó erfitt að samræma starf þjálfarans og íþróttalýsandans þar sem verkefni skarist oft á.

„Ég hef verið að þjálfa hjá Blikum einu sinni í viku, hef verið með unga sóknarmenn, bæði stelpur og stráka. Þetta er klukkutími í viku sem ég er að kenna afgreiðslur og að skora mörk. Það er mjög gaman að fá að miðla af reynslu sinni."

„Selfoss var mitt fyrsta þjálfarastarf og ég hafði mjög gaman að því þó árangurinn hafi ekki verið nægilega góður. Það var mikill lærdómur," sagði Gummi Ben.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á Gumma Ben og stóru fótboltamálin
Athugasemdir
banner
banner
banner