þri 11. desember 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Hvað þarf að gerast til að Liverpool fari áfram í kvöld?
Kemst Liverpool áfram í kvöld?
Kemst Liverpool áfram í kvöld?
Mynd: Getty Images
Liverpool mætir Napoli í lokaumferðinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á Anfield klukkan 19:45 í kvöld.

Allt er undir hjá Liverpool í leiknum en liðið hefur komið sér í erfiða stöðu með því að ná einungis í sex stig í fyrstu fimm leikjum riðilsins.

Innbyrðis viðureignir sem gilda í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en ef jafnt er á tölum í innbyrðis viðureignum þá er það markatalan sem gildir.

Napoli vann Liverpool 1-0 á Ítalíu í fyrri leik liðanna. Liverpool er með betri markatölu og nægir því 1-0 sigur í kvöld. Ef Napoli nær marki á útivelli á Anfield þá þarf Liverpool að vinna með tveimur mörkum.

Á meðan Liverpool spilar við Napoli þá mætast PSG og Rauða stjarnan í Serbíu. Ef PSG misstígur sig þar þá gæti Liverpool komist áfram með 2-1 sigri. Liðið sem endar í 3. sæti í riðlinum fer í 32-liða úrslit í Evrópudeildinni.

Liverpool fer pottétt áfram
Með 1-0 sigri eða með tveggja marka sigri eða meira

Á kop.is er búið að greina stöðuna vel. Hér að neðan má sjá alla möguleika í riðlinum.

Möguleikarnir - Af kop.is
Napoli fer áfram með sigri eða jafntefli gegn Liverpool
Napoli fer áfram sama hvernig fer gegn Liverpool ef París tapar
París fer áfram ef þeir sigra Rauðu Stjörnuna
París fer áfram sama hvernig fer ef Liverpool vinnur ekki Napoli
Liverpool fer áfram ef þeir sigra Napoli 1-0 eða með tveggja marka mun
Liverpool fer áfram með sigri á Napoli ef París sigrar ekki Rauðu Stjörnuna
Rauða Stjarnan fer í Evrópudeildina ef þeir sigra París og Liverpool tapar gegn Napoli

Hér að neðan má sjá stöðuna í riðlinum fyrir leik kvöldsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner