Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 11. desember 2018 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McManaman: Van Dijk átti ekki einu sinni að fá gult spjald
Mertens liggur eftir.
Mertens liggur eftir.
Mynd: Getty Images
Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, verðskuldaði rautt spjald fyrir tæklingu sína á Dries Mertens, sóknarmanni Napoli, í leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld.

Liverpool vann leikinn 1-0 og er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Í fyrri hálfleiknum átti Van Dijk tæklingu. Hann fór fyrst í boltann en fór svo illa í Mertens sem lá sárþjáður eftir.

Van Dijk fékk að líta gula spjaldið, en það var kallað eftir öðrum lit á spjaldið.

Steve McManaman, fyrrum leikmaður Liverpool, var ekki einn þeirra. Hann var að lýsa leiknum á BT Sport og hélt hann því fram í fyrstu að ekki væri um aukaspyrnu að ræða.

Svo sagði hann: „Þetta átti ekki einu sinni að vera gult spjald."

Þetta var nú að minnsta kosti gult spjald!





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner