banner
   þri 11. desember 2018 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Öll augu á Anfield
Úr fyrri leik Napoli og Liverpool
Úr fyrri leik Napoli og Liverpool
Mynd: Getty Images
Það er heilmikið undir í Meistaradeild Evrópu í kvöld en sjötta og síðasta umferðin í riðlakeppninni hefst. Liverpool fær Napoli í heimsókn þar sem allt er undir.

Það er ekkert undir í A-riðli. Atletico Madrid og Borussia Dortmund eru komin áfram og Club Brugge fer í Evrópudeildina. Baráttan er um toppsætið þar sem Atlético er í góðri stöðu og þarf aðeins að vinna belgíska liðið.

Í B-riðli er Barcelona búið að vinna riðilinn en Inter og Tottenham berjast um síðasta sætið í 16-liða úrslitin. Tottenham á töluvert erfiðari leik en liðið fer á Nou Camp á meðan Inter fær PSV heima.

Í C-riðli er staðan flókin. Liverpool fer í 16-liða úrslit ef liðið vinnur Napoli 1-0 eða með tveimur mörkum eða meira. Liverpool getur einnig tekið toppsætið en þá þarf PSG að tapa stigum gegn Rauðu Stjörnunni í Serbíu.

í D-riðli er Porto búið að vinna riðilinn og Schalke flýtur með í 16-liða úrslitin. Galatasaray og Lokomotiv Moskva berjast síðan um Evrópudeildarsætið.

Leikir dagsins:
17:55 Galatasaray - Porto (D-riðill)
17:55 Schalke - Lokomotiv Moskva (D-riðill)
20:00 Club Brugge - Atletico Madrid (A-riðill)
20:00 Mónakó - Borussia Dortmund (A-riðill)
20:00 Barcelona - Tottenham Hotspur (B-riðill)
20:00 Inter - PSV (B-riðill)
20:00 Crvena Zvezda - Paris Saint-Germain (C-riðill)
20:00 Liverpool - Napoli (C-riðill)
Athugasemdir
banner
banner
banner