þri 11. desember 2018 20:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Engum sem þykir meira vænt um félagið
Mourinho á blaðamannafundinum.
Mourinho á blaðamannafundinum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Pogba mun byrja á morgun.
Pogba mun byrja á morgun.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er staðráðinn í að koma Manchester United aftur á beinu brautina.

Mourinho er búinn að vera í tvö og hálft ár hjá United en hann er með samning til 2020. Vangaveltur hafa vaknað eftir slaka frammistöðu liðsins á þessu tímabili. Liðið er sem stendur í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er jafnframt komið áfram í Meistaradeildinni.

Á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Valencia í Meistaradeildinni á morgun sagði Mourinho að félagið skipti engan meira máli en hann sjálfan.

„Það er þessi ímynd um allan heim að félagið skipti stuðningsmennina meira máli en þá sem vinna fyrir það. Þetta er algjörlega rangt," sagði Mourinho á blaðamannafundinum.

„Enginn sem tengdur er félaginu þykir meira vænt um félagið en ég," sagði Mourinho.


Yfirlýsingin kom ekki frá honum
Í síðustu viku gaf Jorge Mendes, umboðsmaður Mourinho, út óvænta yfirlýsingu þar sem hann sagði að Mourinho væri ekki á förum frá Manchester United.

„Það hefur verið í gangi orðrómur um að Jose Mourinho sé á förum frá Manchester United. Það er algjörlega rangt. Jose er mjög ánægður hjá félaginu og félagið er ánægt með hann," segir í yfirlýsingunni.

Yfirlýsingin kom ekki frá Mourinho.

„Ég hef ekkert með þessa yfirlýsingu að gera og mér er sama um hana," sagði sá portúgalski.

Svaraði einni spurningu um Pogba
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba mun byrja á morgun eftir að hafa verið á bekknum í síðustu leikjum.

Mourinho svaraði einni spurningu um Pogba en vildi ekki svara fleirum um franska miðjumanninn.

„Ég vil að hann spili vel og hafi góð áhrif á leikinn og góð áhrif á liðið," sagði Mourinho en hann var svo spurður út í það af hverju hann væri ekki að ná því besta frá Pogba.

„Spurningin því er ekki að fara í þá átt sem ég vil svara eða hlusta á. Þetta er ekki góð spurning."

Leikur Manchester United og Valencia er annað kvöld klukkan 20:00.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner