banner
   þri 11. desember 2018 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino: Barcelona gæti stolið Kane
Harry Kane í leik gegn Liverpool
Harry Kane í leik gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, viðurkenni að það gæti reynst erfitt að halda Harry Kane, framherja liðsins, þegar stærstu félög heims banka upp á.

Kane er einn öflugasti framherji heims um þessar mundir en hann var markahæstur á HM í sumar er England fór alla leið í undanúrslit mótsins.

Hann skrifaði undir sex ára samning við HM en Barcelona hefur verið á eftir honum í einhvern tíma og sjá hann fyrir sem arftaka Luis Suarez í framlínunni.

„Við höfum séð þetta hjá félögum á Spáni og Englandi þar sem fjármunirnir eru slíkir að félögin geta stolið stjörnum frá öðrum liðum," sagði Pochettino.

„Það hefur gerst áður. Þegar Real Madrid keypti Cristiano Ronaldo frá Manchester United og þegar Coutinho var keyptur frá Liverpool. Það hefur gerst á marga vegu og mun halda áfram að gerast er ég nokkuð viss um," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner