Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 11. desember 2018 17:00
Elvar Geir Magnússon
Samningi Yaya Toure rift eftir fimm leiki
Þóroddur Hjaltalín og Yaya Toure.
Þóroddur Hjaltalín og Yaya Toure.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Yaya Toure hefur yfirgefið gríska félagið Olympiakos eftir þriggja mánaða dvöl hjá félaginu.

Fílabeinsstrendingurinn lék aðeins fimm leiki fyrir félagið en hann yfirgaf Manchester City í sumar.

Toure hefur ekki spilað síðan í byrjun nóvember en grískir fjölmiðlar segja að hann hafi verið langt frá því að standa undir væntingum.

Toure, sem er 35 ára, var með tilboð frá úrvalsdeildarfélögum í sumar en ákvað að skella sér til Grikklands.

Á ferli sínum hefur Toure unnið ensku úrvalsdeildina þrívegis með City eftir að hafa komið frá Barcelona 2010.

Hann var í miklum metum hjá stuðningsmönnum City en var ekki í myndinni hjá Pep Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner