Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. desember 2018 22:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögulegur áfangi hjá Tottenham - 16-liða úrslitin bíða
Tottenham gerði jafntefli við Barcelona.
Tottenham gerði jafntefli við Barcelona.
Mynd: Getty Images
Tottenham verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi á þessu þriðjudagskvöldi.

Þar sem leikurinn endaði í jafntefli þurfti Tottenham að treysta á PSV gegn Inter í leik sem fram fór á Ítalíu.

PSV gerði sér lítið fyrir og gerði jafntefli við Inter eftir að hafa verið 1-0 yfir lengi vel. Inter jafnaði í 1-1 en komst ekki lengra og því er Tottenham komið áfram.

Frábært fyrir Tottenham í þessum erfiða riðli, sérstaklega í ljósi þess að útlitið var ekki gott fyrir nokkrum vikum eða hvað þá fyrir kvöldið.

Þetta er annað árið í röð þar sem Tottenham kemst í 16-liða úrslit og er þetta í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það gerist.

Tottenham féll úr leik á síðasta tímabili gegn Juventus í 16-liða úrslitunum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner