Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   mið 11. desember 2024 13:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útiloka að Antonio hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna
Michail Antonio.
Michail Antonio.
Mynd: EPA
Michail Antonio, sóknarmaður West Ham, lenti í hræðilegu bílslysi um síðastliðna helgi sem hann var hreinlega heppinn að lifa af.

Antonio gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi og fór annar fóturinn á honu illa úr árekstrinum. Mögulega er fótboltaferli Antonio lokið en hann verður að minnsta kosti frá í heilt ár. Bíllinn var gjörsamlega skemmdur.

Lögreglan er núna að rannsaka áreksturinn en The Sun segir að búið sé að útiloka það að Antonio hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Það eru heldur ekki nein merki um að hann hafi verið að keyra of hratt en óljóst er á þessari stundu hvað orsakaði áreksturinn.

Antonio, sem er 34 ára, er markahæsti leikmaður West Ham í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 68 mörk í 268 deildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner