Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. janúar 2017 12:20
Elvar Geir Magnússon
Klopp með færri stig en Van Gaal náði
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Opta tölfræðifyrirtækið hefur birt óvænta og áhugaverða staðreynd. Eftir 50 fyrstu leiki sína við stjórnvölinn í ensku úrvalsdeildinni hjá Liverpool hefur Jurgen Klopp náð í færri stig en Louis van Gaal gerði í 50 fyrstu leikjum sínum hjá Manchester United.

Umræðan um þá tvo er hinsvegar gjörólík og má velta þeirri spurningu upp hvort Van Gaal hafi verið dæmdur of harkalega?

United rak Van Gaal eftir síðasta tímabil þrátt fyrir að enda þremur sætum fyrir ofan Liverpool og vinna FA-bikarinn á meðan Liverpool vann engan titil. Auðvitað er munur á leikmannahópum þessara félaga og hvaða upphæðir stjórarnir fá til leikmannakaupa.

Van Gaal sótti 94 stig fyrir United í fyrstu 50 leikjunum en Klopp náði í 92. Báðir komast þeir á topp tíu yfir bestu byrjun stjóra frá upphafi úrvalsdeildarinnar.

Jose Mourinho hefur átt bestu byrjun í sögu deildarinnar. Hann náði í 126 stig í fyrstu 50 leikjunum sem stjóri Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner