fös 12. janúar 2018 10:51
Elvar Geir Magnússon
Fyrrum þjálfari Hólmfríðar vill ekki tjá sig um meinta áreitni
Hólmfríður á landsliðsæfingu.
Hólmfríður á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norskir fjölmiðlar hafa tekið upp frásögn landsliðskonunnar Hólmfríðar Magnúsdóttur sem opinberaði í gær að hafa orðið fyrir stöðugu áreiti frá fyrrum þjálfara sínum hjá Avaldsnes í Noregi.

Umræddur maður sendi henni mjög óviðeig­andi mynd­ir og mynd­bönd af sjálf­um sér. Eitt skiptið hrindi hann í hana á föstu­degi og spurði hvað hún væri að gera.

„Eft­ir sím­talið byrj­ar hann að senda hvort ég vilji hann og hann sé með hann beinstíf­an í sóf­an­um, bara hvort ég gæti kíkt aðeins áður en ég fer. Ég svaraði ekki og hann hélt áfram að senda alla helg­ina en ég svaraði engu fyrr en á þriðju­dags­morgni rétt fyr­ir æf­ingu, og mætti svo með mik­inn kvíða á æf­ingu. Ég þorði ekki að tjá mig við neinn í liðinu eða kring­um liðið, hann hafði ein­hvern veg­inn stjórn á mér all­an sól­ar­hring­inn og var ógeðsleg­ur við mig á æf­ing­um," er meðal þess sem kemur fram í frásögn Hólmfríðar sem kom upp á yfirborðið í tengslum við #metoo byltinguna.

Helge Gaard, stjórnarformaður Avaldsnes, segir við norska ríkisútvarpið að Hólmfríður hafi látið vita af hegðun þjálfarans og hann hafi í kjölfarið verið rekinn frá félaginu. Hólmfríður sýndi stjórnarmanni skilaboðin frá þjálfaranum.

Norska ríkisútvarpið leitaði eftir viðbrögðum frá þjálfaranum sjálfum en án árangurs. Eina svarið var frá lögfræðingi hans.

„Hann vill ekkert segja um orðróm og mun ekki tjá sig um þessar vangaveltur," sendi lögfræðingurinn í skilaboðum til NRK.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner