Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. janúar 2018 08:45
Magnús Már Einarsson
Man Utd skoðar Vardy og Hernandez - Mahrez til Liverpool?
Powerade
Fer Chicharito aftur til Manchester United?
Fer Chicharito aftur til Manchester United?
Mynd: Getty Images
Mahrez er orðaður við Liverpool.
Mahrez er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Sturridge gæti farið frá Liverpool.
Sturridge gæti farið frá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin fara hamförum í dag og bjóða upp á fullt af safaríku slúðri.



Manchester United hefur lagt fram 25 milljóna punda tilboð í Alexis Sanchez (28) framherja Arsenal. (Guardian)

Sanchez vill frekar ganga í raðir Manchester City en félagið vill hins vegar einungis borga 20 milljónir punda fyrir hann. (Independent)

Manhester United hefur spurst fyrir um Jamie Vardy (31) framherja Leicester og Javier Hernandez (29) framherja West Ham. Hernandez er til sölu en hann spilaði með United frá 2010 til 2015. (Telegraph)

Los Angeles FC er einnig að skoða Hernandez. (Talksport)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, hættir líklega í sumar. Massimiliano Allegri þjálfari Juventus og Luis Enrique fyrrum þjálfari Barcelona eru líklegastir til að taka við. (Mail)

Manchester United og Chelsea vilja fá Arthur Melo (21) frá Gremio í Brasilíu. (Star)

Liverpool er í viðræðum við Leicester og Riyad Mahrez (26) en leikmaðurinn vill sjálfur fara frekar til Arsenal. (Express)

Liverpool er í viðræðum við forráðamenn RB Leipzig um að fá Naby Keita (22) í sínar raðir strax í þessum mánuði. Búið er að ganga frá því að Keita gangi í raðir Liverpool í sumar en félagið vill flýta félagaskiptunum eftir að Philippe Coutinho fór til Barcelona. (Times)

Liverpool er tilbúið að selja Daniel Sturridge (28) en verðmiðinn á honum hljóðar upp á 30 milljónir punda. (Liverpool Echo)

Ekkert félag í ensku úrvalsdeildinni er reiðbúið að borga laun Sturridge en þau hljóða upp á 150 þúsund pund á viku. (Mail)

Carlo Ancelotti er líklegastur til að taka við Arsenal af Arsene Wenger eftir tímabilið. Ancelotti hefur samþykkt fjögurra ára samning að andvirði 35,5 milljónir punda. (Corriere dello Sport)

Everton ætlar að bjóða 20 milljónir punda í Theo Walcott (28) hjá Arsenal. (Telegraph)

Espanyol veit ekki af áhuga Stoke á þjálfaranum Quique Sanchez Flores (Marca)

Crystal Palace er að reyna að fá tvo nýja framherja. Félagið hefur náð samkomulagi um kaup á Diafra Sakho (28) frá West Ham á tólf milljónir punda og þá ætlar Palace einnig að bjóða þrettán milljónir punda í Oumar Niasse (27) hjá Everton. (Evening Standard)

Claude Puel, stjóri Leicester, hefur staðfest að framherjinnn Kelechi Iheanacho fari ekki frá Leicester í þessum mánuði. (Leicester Mercury)

Carlos Carvalhal, stjóri Swansea, segir að félagið ætli ekki að selja varnarmanninn Alfie Mawson (23) nema félagið fái 50 milljóna punda tilboð. West Ham hefur sýnt Mawson áhuga. (Star)

Manchester United ætlar að berjast við Liverpool um Christian Pulisic (19) kantmann Dortmund. (Independent)

Manchester United er að íhuga tilboð í Fred (24) miðjumann Shakhtar Donetsk en Manchester City vill líka fá hann. (Record)

Everton er að íhuga að kalla vinstri bakvörðinn Brendan Galloway (21) til baka úr láni frá Sunderland. (Liverpool Echo)

Liverpool og Tottenham vilja fá James Maddison miðjumann Norwich og enska U21 árs landsliðsins. (Mirror)

Ramires (30) fyrrum leikmaður Chelsea vonast til að fara frá kínverska félaginu Jiangsu Suning til Inter. (Sky Sport Italia)

Aitor Karanka, nýráðinn stjóri Nottingham Forest, vill fá Charly Musonda (21) á láni frá Chelsea. (Teleraph)

Rafa Benítez, stjóri Newcastle, er orðinn pirraður á því að fá ekki pening til leikmannakaupa í þessum mánuði. (Shields Gazette)

Nýr fjárfestahópur frá Mið-Austurlöndum er að reyna að kaupa Newcastle. (Mail)

Newcastle ætlar að hefja viðræður við Young Byos í Sviss um kaup á framherjanum Yannick Toure (17). (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner