banner
   fös 12. janúar 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam staðfestir viðræður um Walcott
Theo Walcott.
Theo Walcott.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Everton, hefur staðfest að félagið sé að reyna að ganga frá kaupum á Theo Walcott leikmanni Arsenal. Um er að ræða kaup en ekki lánssamning.

„Hann hefur skorað 100 mörk fyrir Arsenal af kantinum," sagði Allardyce.

„Hraði hans er mikill styrkleiki sem okkur skortir. Að bæta við mörkum væri mjög mikilvægt fyrir mig og hann er einungis 28 ára."

„Ef það er möguleiki að ná þessu þá yrði ég ánægður. Ef að það er hægt að ganga frá þessu þá yrði hann frábær viðbót sóknarlega."


Stóri Sam er að reyna að hressa upp á sóknarleik Everton í síðustu viku keypti hann framherjann Cenk Tosun frá Besiktas.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner