Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 12. janúar 2019 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coutinho orðaður við Man Utd
Powerade
Barcelona er tilbúið að hlusta á tilboð í Coutinho samkvæmt slúðrinu.
Barcelona er tilbúið að hlusta á tilboð í Coutinho samkvæmt slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Higuain er áfram orðaður við Chelsea.
Higuain er áfram orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Skiptir Shelvey um lið?
Skiptir Shelvey um lið?
Mynd: Getty Images
Kiko Casilla.
Kiko Casilla.
Mynd: Getty Images
Hér kemur slúðurskammtur dagsins.



Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, mun ekki leyfa Mauricio Pochettino að fara til Manchester United, jafnvel þó svo að United bjóði 50 milljónir punda fyrir stjórann. (Sun)

Chelsea er að reyna að koma fyrir klásúlu í félagaskiptum Callum Hudson-Odoi (18) til Bayern München sem mun gera Lundúnafélaginu kleift að kaupa leikmanninn aftur síðar fyrir ákveðið verð. Bayern vill ekki svoleiðis klásúlu. (Times)

Arjen Robben, kantmaður Bayern og fyrrum leikmaður Chelsea, hefur hvatt Hudson-Odoi að taka stökkið yfir til Bayern. (Mirror)

Barcelona er tilbúið að hlusta á tilboð í miðjumanninn Philippe Coutinho (26). Manchester United hefur áhuga á þessum fyrrum leikmanni Liverpool. (Calciomercato)

Barcelona er að íhuga að gera annað tilboð í Willian (30), kantmann Chelsea. Fyrsta tilboði Barcelona var hafnað síðastliðinn fimmtudag. (Standard)

Chelsea er búið að ná samkomulagi um kaup á Nicolo Barella (21), miðjumanni Cagliari, og Leandro Paredes (24), miðjumanni Zenit í Rússlandi. (Telegraph)

Gennaro Gattuso, stjóri AC Milan, segir að viðræður séu í gangi við Gonzalo Higuain (31) og hans teymi. Higuain hefur verið orðaður við Chelsea, en hann er í láni hjá Milan frá Juventus. (Express)

Það er í forgangi hjá Chelsea í þessum glugga að fá Higuain á láni út þetta tímabil. (Sun)

Faðir Neymar (26), leikmanns Paris Saint-Germain, gefur lítið fyrir það að sonur sinni vilji snúa aftur til Barcelona. (Express)

Dominic Solanke (21), sóknarmaður Bournemouth, segir að Jadon Sancho hafi veitt ungum leikmönnum innblástur að yfirgefa stórlið í leit að meiri spiltíma. (Times)

Slavisa Jokanovic, fyrrum stjóri Fulham, er efstur á óskalista Nottingham Forest til að taka við af Aitor Karanka. Martin O'Neill og Carlos Carvalhal koma líka til greina. (Nottingham Post)

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez segist hafa haldið tryggð við Newcastle þrátt fyrir tilboð frá öðrum félögum. (Mail)

Liverpool og Fulham eru á eftir ísraelska sóknarmanninum Moanes Dabbour (26), sem leikur með Red Bull Salzburg í Austurríki. (Estadio Deportivo)

Marco Silva, stjóri Everton, mun ekki kvarta ef félagið styrkir sig ekki í janúar, en hann vill fá 2-3 leikmenn. (Liverpool Echo)

West Ham er að skoða það að fá Jonjo Shelvey (26), miðjumann Newcastle. (Mail)

Leeds er að fá markvörðinn Kiko Casilla (32) frá Real Madrid. (Yorkshire Evening Post)

Aaron Tshibola (24), miðjumaður Aston Villa, er eftirsóttur af liðum úr Seríu A á Ítalíu. Hann er í augnablikinu í láni hjá Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni. (Birmingham Mail)

Juventus vill fá franska miðjumanninn Paul Pogba (25) aftur frá Manchester United, en United er til í að skoða það ef brasilíski kantmaðurinn Douglas Costa (28) fylgir með sem hluti af kaupverðinu. (Tuttosport)

Varnarmaðurinn Mehdi Benatia (31) gæti farið frá Juventus til Arsenal sem hluti af félagaskiptum Aaron Ramsey (28) til Juventus. (Gazzetta dello Sport)

Barcelona íhugar að fá Alvaro Morata (26) á láni frá Chelsea. (Sport)

Laurent Koscielny (33), varnarmaður Arsenal, hafnaði því að fara til Mónakó í frönsku úrvalsdeildinni. (Le10Sport)

Mónakó er í viðræðum við Chelsea um að fá sóknarmanninn Michy Batshuayi (25). Umboðsmaður er farinn til Frakklands. (Goal)

Everton hefur áhuga á bakverðinum Cedric (27) hjá Southampton, en Southampton er tilbúið að selja hann. (Sun)

Leicester City vill fá kantmanninn Jarrod Bowen (22) frá Hull, en Tottenham og Everton eru líka að fylgjast með leikmanninum. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner