Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 12. janúar 2019 15:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Declan Rice fær mikið hrós frá fyrirliðanum
Declan Rice skoraði sigurmark West Ham í dag.
Declan Rice skoraði sigurmark West Ham í dag.
Mynd: Getty Images
Hinn 19 ára gamli Declan Rice stal senunni þegar West Ham lagði Arsenal að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Rice skoraði sigurmarkið og átti heilt yfir mjög flottan leik á miðsvæðinu hjá West Ham.

Þessi efnilegi leikmaður ólst upp hjá Chelsea en fékk ekki tækifæri þar og skipti yfir til West Ham árið 2014. Núna er hann að slá í gegn með West Ham og er að vekja athygli stórliða.

Mark Noble, fyrirliði West Ham, hrósaði stráknum í hástert eftir sigurinn á Arsenal í dag.

„Þetta hafa verið sérstakir sex mánuðir fyrir Declan, eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við félagið. Það myndi koma mér á óvart ef hann nær að sofa í nótt. Hann er með sérstaka hæfileika og heldur áfram að leggja hart að sér. Ef einhver ungur fótboltamaður þarf á einhverjum að halda sem hann getur litið upp til, þá er Declan rétti maðurinn," sagði Noble.
Athugasemdir
banner
banner
banner