lau 12. janúar 2019 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emery: Ég er ánægður með leikmennina
Unai Emery.
Unai Emery.
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði gegn West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal er í fimmta sæti en getur fallið niður í það sjötta ef Manchester United vinnur Tottenham á morgun.

„Þetta eru vonbrigði og áhyggjuefni," sagði Unai Emery, stjóri Arsenal, eftir tapið í dag, en Arsenal hefur tapað þremur af síðustu fjórum útileikjum sínum. „Við verðum að ná í úrslit bæði á heimavelli og útivelli."

„Við töpuðum boltanum mikið á miðsvæðinu. Markið þeirra breytti leiknum, þeir vörðust vel."

Er von á nýjum leikmönnum til Arsenal í félagaskiptaglugganum?

„Við erum með góða leikmenn. Við verðum að halda áfram og reyna að auka sjálfstraustið. Félagið er að vinna í þessum málum, en ég er ánægður með leikmennina. Þetta eru slæm úrslit en við höldum áfram á okkar leið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner