Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. janúar 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Græddi rúma milljón á stórsigri Manchester City
Gabriel Jesus skoraði fernu í leiknum.
Gabriel Jesus skoraði fernu í leiknum.
Mynd: Getty Images
Phil Hampson, stuðningsmaður Manchester City, veðjaði 21,80 pundum, eða rúmlega 3000 krónum, á að hans menn myndu vinna Burton Albion 9-0 í undanúrslitum enska deildabikarsins og að Kevin De Bruyne myndi gera fyrsta mark leiksins.

Spáin rættist og fékk Hampson rúmlega 8 þúsund pund til baka, sem samsvarar rúmlega 1,2 milljón króna.

Heimamenn í Man City voru komnir í 4-0 í hálfleik og var staðan orðin 8-0 á 70. mínútu leiksins, en þá var Hampton orðinn smeykur um að hans menn myndu skora of mörg mörk og skemma veðmálið hans.

Riyad Mahrez gerði níunda markið á 83. mínútu og segja aðstandendur Hampson síðustu tíu mínuturnar hafa verið gífurlega erfiðar en sem betur fer var ekki skorað meira.

Hampton fékk stuðulinn 375 á veðmálið sitt.
Athugasemdir
banner