Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 12. janúar 2019 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Heitt undir Puel eftir annað tap
Mynd: Getty Images
Leicester fékk Southampton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í dag og var hópur stuðningsmanna stöðvaður af gæslumönnum við innganginn.

Stuðningsmennirnir voru með nokkur skilti meðferðis sem beindust að Claude Puel, stjóra Leicester, en gæslumenn gerðu þau upptæk áður en þeir hleyptu hópnum á King Power leikvanginn.

Fleiri stuðningsmenn voru með spjöld meðferðis og náðu að koma þeim inn á völlinn, en vallarstarfsmenn gerðu þau upptæk.

Stuðningsmenn eru ekki sáttir með stjórnarhætti Puel eftir að hann tefldi fram hálfgerðu varaliði í enska bikarnum og tapaði fyrir D-deildarliði Newport.

Ekki skánaði álit stuðningsmanna á honum í dag, en Leicester tapaði 1-2 fyrir fallbaráttuliði Southampton en er þó í áttunda sæti deildarinnar, tíu stigum frá Evrópusæti.

„Ég vil ekki tjá mig um framtíðina. Ég er einbeittur að nútíðinni, liðinu mínu og næsta leik. Ég vil halda áfram að starfa með þessum leikmönnum. Svona er fótboltinn, ég skil gremju stuðningsmanna mjög vel," sagði Puel eftir tapið í dag.

„Við erum vonsviknir með tapið því við fengum mikið af færum sem við nýttum ekki og gáfum þeim seinna markið. Við verðum að gera betur."




Athugasemdir
banner
banner
banner