Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. janúar 2019 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismótið: Þór 2 hársbreidd frá sigri
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 2 1 - 1 Tindastóll
1-0 Sigfús Fannar Gunnarsson ('82)
1-1 Eysteinn Bessi Sigmarsson ('89)

Þór 2 mætti Tindastóli í annarri umferð B-deildar Kjarnafæðismótsins sem fer fram í Boganum á Akureyri.

Þór 2 er skipað leikmönnum úr 2. flokki sem eru ýmist fæddir 2000, 2001 eða 2002. Þeir mættu ungu liði Tindastóls þar sem aðeins einn byrjunarliðsmaður var þó fæddur á þessari öld.

Staðan í leiknum var markalaus þar til undir lokin þegar Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði fyrir Akureyringa.

Sigurinn var þó ekki í höfn því Eysteinn Bessi Sigmarsson, sem kom inn af bekknum, jafnaði á 89. mínútu. Þetta var fyrsta stig beggja liða eftir tapleiki í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner