Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. janúar 2019 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lögreglan leitar stuðningsmanna Chelsea sem áreittu farþega
Mynd: Getty Images
Lögreglan í London leitar að einstaklingum sem voru partur af tæplega 20 manna hópi stuðningsmanna Chelsea sem fóru á 0-1 tapleik gegn Leicester á Stamford Bridge rétt fyrir jól.

Stuðningsmennirnir eru sakaðir um að hafa sungið níðsöngva fulla af kynþáttahatri á leið heim með lest eftir leikinn og áreitt kvenkyns farþega kynferðislega.

Mennirnir sungu níðsöngvana fyrir framan heilu fjölskyldurnar og áreittu nokkra kvenkyns farþega samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni.

Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Chelsea haga sér illa á tímabilinu en leikmenn liðsins og stjórnendur hafa ítrekað sent harðorð skilaboð frá sér til að fordæma hegðunina.
Athugasemdir
banner
banner
banner