Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 12. janúar 2019 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær: Rashford getur orðið jafn góður og Kane
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, tímabundinn stjóri Manchester United og fyrrum markahrókur hjá félaginu, telur að Marcus Rashford framherji liðsins geti komist á sama stað og Harry Kane er á núna.

Kane og Rashford, sem eru samherjar í enska landsliðinu, mætast á morgun í toppslag helgarinnar í ensku Úrvalsdeildinni.

„Við getum talað um Kane og hans gæði. Marcus hefur allt til að ná sömu hæðum," sagði Solskjær á blaðamannafundi í vikunni.

„Það er mjög spennandi að vinna með honum, og tel ég að hann geti komist í hóp með bestu framherjum í heimi. Hann er með rosalegan hraða og getur haldið boltanum fyrir okkur á meðan við færum okkur upp völlinn," bætti Solskjær við.

Rashford er búinn að skora þrjú mörk í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað undir stjórn Solskjær. Hann skoraði einungis fjórum sinnum í þeim 22 leikjum sem hann spilaði undir stjórn Mourinho á leiktíðinni.

Kane er markahæstur í deildinni ásamt Pierre-Emerick Aubameyang leikmanni Arsenal og hefur tvisvar sinnum endað sem markahæstur í Úrvalsdeildinni en Solskjær hefur tröllatrú á að í framtíðinni muni sinn maður ná að komast á þann stall sem Kane er á í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner