banner
   sun 12. janúar 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Kimmich: Hópurinn hjá Bayern er ekki nógu stór
Joshua Kimmich
Joshua Kimmich
Mynd: Getty Images
Joshua Kimmich, leikmaður Bayern München í Þýskalandi, segir að leikmannahópurinn sé ekki nógu stór en mikið er um meiðsli í hópnum.

Serge Gnabry, Robert Lewandowski, Kingsley Coman, Niklas Süle og Javi Martinez eru allir að glíma við meiðsli og þá er Lucas Hernandez enn að jafna sig af alvarlegum meiðslum.

Kimmich virðist kalla eftir því að Bayern styrki sig í janúarglugganum en hann segir að það þurfi að stækka hópinn.

„Í æfingabúðunum í Doha sjáið þið að við erum bara með 12 eða 13 atvinnumenn í hópnum en restin er úr unglingaliðinu. Það eru líkur á því að við verðum með í öllum þremur keppnunum í lok tímabils og við erum með marga landsliðsmenn, þannig við þurfum fleiri leikmenn sem eru heilir," sagði Kimmich.

„Auðvitað eru margir meiddir. Gnabry gat ekki æft og Lewandowski og Coman snúa bráðlega til baka. Javi Martinez meiddist og svo mun þetta taka tíma með Süle og Hernandez. Félagið veit að það þarf að taka ákvörðun en í augnablikinu er hópurinn ekki nógu stór," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner