Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 12. janúar 2022 16:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Defoe yfirgefur Rangers
Mynd: EPA
Jermaine Defoe er farinn frá skosku meisturunum í Rangers eftir að hafa þjónað félaginu í þrjú ár.

Defoe er 39 ára gamall sóknarmaður og kom fyrst á láni frá Bournemouth í janúar 2019. Sumarið 2020 samdi hann svo við skoska félagið.

Undir stjórn Steven Gerrard var hann í þjálfarateyminu meðfram því að spila fyrir liðið en fór úr þjálfarahlutverkinu þegar Giovanni van Bronckhorst var ráðinn.

Defoe er þekktastur fyrir sinn tíma hjá Tottenham en hann lék einnig með West Ham, Toronto, Portsmouth, Sunderland og Bournemouth auk Rangers.

Defoe lék á sínum landsliðsferli 57 leiki og skoraði tuttugu mörk. Hjá Rangers skoraði hann 32 mörk í 74 leikjum. Hann spilaði einungis tvo leiki í deildinni fyrri hluta tímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner