Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 12. janúar 2023 11:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Bjarki yfirgefur ÍA eftir eitt tímabil hjá félaginu
Lengjudeildin
Aron Bjarki Jósepsson.
Aron Bjarki Jósepsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Varnarmaðurinn Aron Bjarki Jósepsson hefur yfirgefið herbúðir ÍA eftir eitt tímabil hjá félaginu.

Hann er núna að skoða sína möguleika fyrir næstu leiktíð.

Aron Bjarki er 33 ára gamall miðvörður sem gekk í raðir ÍA frá KR fyrir síðasta tímabil. Hann lék alls í 19 leikjum í deild og bikar með Skagamönnum og skoraði í þeim tvö mörk.

ÍA féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð en í október síðastliðnum var hann spurður út í framtíð sína.

„Við höfum ekkert rætt þetta. Við erum bara búnir að vera að klára tímabilið og pæla í því. Þetta kemur bara allt í ljós og ég er eiginlega bara spenntur að fara í fríið og fara með krökkunum í sund og fylgja þeim í fótboltanum og geta eytt tíma með fjölskyldunni. Svo sjáum við bara til þegar við förum að ræða málin," sagði Aron.

Núna er ljóst að hann er á förum og verður fróðlegt að sjá hvar hann spilar á næstu leiktíð. Auk KR og ÍA, þá hefur Aron leikið með Völsungi hér á landi. Hann er uppalinn á Húsavík.

Í gær var það tilkynnt að enski varnarmaðurinn Alex Davey væri mættur aftur til ÍA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner