Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. janúar 2023 11:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erkifjendur Al Nassr tilbúnir að bjóða Messi betri samning en Ronaldo
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er farinn til Sádí-Arabíu og mögulega er hans helsti keppinautur á fótboltanum - Lionel Messi - líka að fara þangað.

Ronaldo fór til Al Nassr en núna segir sagan að þeirra erkifjendur í Al Hilal séu að undirbúa enn stærra tilboð í Messi.

Ronaldo er launahæsti íþróttamaður sögunnar en hann er með um 200 milljónir dollara í árslaun. Samkvæmt Mundo Deportivo ætlar Al Hilal að bjóða Messi enn meira, eða um 300 milljónir dollara í árslaun.

Það er talið að stjórnvöld í Sádí-Arabíu ætli að hjálpa Al Hilal að fjármagna samninginn hjá Messi, en það hjálpar mikið til fyrir orðspor landsins að fá tvo af bestu fótboltamönnum sögunnar til að spila þar.

Messi er í augnablikinu á mála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi en samningur hans rennur út eftir leiktíðina. Franska félagið vill halda honum en það verður að koma í ljós hvað gerist.

Sjá einnig:
Mannréttindasamtök kalla eftir gagnrýni frá Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner
banner