Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 12. janúar 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gagnrýnir Phillips harðlega - „Fari bara með næstu rútu til Leeds"
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: Getty Images
Gabby Agbonlahor telur það líklegt að miðjumaðurinn Kalvin Phillips muni enda fljótlega aftur í Leeds. Það muni gerast ef hann fer ekki að gera mun betur en hann hefur verið að gera.

Phillips var keyptur til Manchester City frá Leeds á 45 milljónir punda síðasta sumar. Hann hafði leikið vel með Leeds og enska landsliðinu áður en hann var keyptur til City.

Phillips hefur ekki sýnt neitt hjá City til þessa. Hann hefur verið meiddur og svo kom hann til baka frá HM í Katar í lélegu formi.

Hann spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með liðinu gegn Southampton í deildabikarnum í gær. Hann átti erfitt uppdráttar er liðið tapaði óvænt 2-0.

Agbonlahor, sem lék á sínum tíma þrjá A-landsleiki fyrir England, tjáði sig um Phillips eftir leikinn.

„Ég held að það sé að verða ansi líklegt að Phillips fari bara aftur með næstu rútu til Leeds. Hann var að glíma við meiðsli og svo kom hann aftur til félagsins of þungur."

„Leikurinn í gærkvöldi var fullkominn fyrir hann til þess að sýna úr hverju hann er gerður, sýna af hverju Man City keypti hann. En greyið Rodri, hann fær enga hvíld. Hann hélt örugglega að hann fengi að hvíla í 90 mínútur því hann hefur verið að spila alla leiki. En á eftir 63 mínútur þurfti hann að koma inn á því Phillips var það lélegur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner