Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. janúar 2023 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Gríðarlega svekkjandi tap gegn Svíum
Sveinn Aron skoraði eina mark Íslands í leiknum
Sveinn Aron skoraði eina mark Íslands í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan átti fínan glugga með íslenska liðinu
Dagur Dan átti fínan glugga með íslenska liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jacob Widell Zetterström átti hörkuleik í fyrri hálfleiknum hjá Svíum
Jacob Widell Zetterström átti hörkuleik í fyrri hálfleiknum hjá Svíum
Mynd: Getty Images
Jacob Ondrejka skoraði sigurmark Svía
Jacob Ondrejka skoraði sigurmark Svía
Mynd: Getty Images
Svíþjóð 2 - 1 Ísland
0-0 Sveinn Aron Guðjohnsen ('30 , misnotað víti)
0-1 Sveinn Aron Guðjohnsen ('30 )
1-1 Elias Andersson ('85 )
2-1 Jacob Ondrejka ('94 )
Lestu um leikinn

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Svíþjóð, 2-1, í æfingaleik á Algarve í Portúgal í kvöld. Ísland var að leiða með einu þegar sex mínútur voru eftir en sóknarþungi Svía reyndist of mikill.

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu. Helsta ógn Íslands framan af voru hornspyrnurnar en Svíarnir voru í miklum erfiðleikum með að verjast þeim.

Jacob Ondrejka átti fínustu tilraun á 16. mínútu en boltinn fór í höfuð Róberts Orra Þorkelssonar og aftur fyrir endamörk. Sebastian Nanasi átti þá bestu tilraun Svía í leiknum er hann hljóp framhjá varnarmönnum íslenska liðsins en Frederik Schram, markvörður Íslands, las þetta vel og lokaði á Nanasi.

Dagur Dan Þórhallsson, sem var besti maður Íslands á móti Eistlandi, var að eiga fínan leik í dag, en hann kom sér í dauðafæri á 29. mínútu er Davíð Kristján Ólafsson kom með glæsilega fyrirgjöf inn í teiginn. Dagur var einn og óvaldaður en Jacob Widell Zetterström varði skalla hans.

Það dró heldur betur til tíðinda í næstu sókn en þá fékk íslenska liðið vítaspyrnu. Sævar Atli Magnússon átti skot sem Zetterström varði í slá og þá reyndi Damir Muminovic við frákastið, en boltinn fór í höndina á varnarmanni Svía og vítaspyrna dæmd.

Sveinn Aron Guðjohnsen fór á punktinn en Zetterström varði vítið, en heppnin var með Íslendingum því boltinn datt út fyrir Svein sem nýtti frákastið og skoraði.

Ondrejka átti annað hörkuskot undir lok fyrri hálfleiksins en boltinn rétt framhjá markinu.

Sævar Atli kom boltanum í netið í upphafi síðari hálfleiks en markið var dæmt af þar sem Sveinn Aron braut á markverði Svía í aðdragandanum.

Þegar tæpar tólf mínútur lifðu leiks kom Júlíus Magnússon sér í hörkufæri en náði ekki að halda boltanum niðri og fór skotið yfir markið.

Svíar sóttu án afláts undir lok leiks og kom jöfnunarmarkið þegar sex mínútur voru eftir. Elias Andersson skoraði það beint úr aukaspyrnu og var það af dýrari gerðinni. Hákon Rafn Valdimarsson kom engum vörnum við.

Sigurmark Svía kom á síðustu sekúndum leiksins. Frændur okkar í Svíþjóð fengu hornspyrnu sem Gustaf Lagerbielke skallaði á markið en Hákon varði boltann út í teiginn. Ondrejka var fljótur að átta sig og skoraði af stuttu færi.

Gríðarlega svekkjandi tap gegn Svíum en frammistaðan engu að síður góð. Margir leikmenn sem nýttu tækifærið vel í þessum glugga og framtíðin björt.
Athugasemdir
banner
banner