Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. janúar 2023 00:43
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski bikarinn: Milan átti 32 skot en tapaði samt
Þetta var stöngin út hjá Charles De Ketelaere og hans mönnum í Milan í kvöld
Þetta var stöngin út hjá Charles De Ketelaere og hans mönnum í Milan í kvöld
Mynd: EPA
Milan 0 - 1 Torino
0-1 Michel Adopo ('114 )
Rautt spjald: Koffi Djidji ('70, Torino )

Torino er komið áfram í 8-liða úrslit ítalska bikarsins eftir að hafa unnið MIlan, 1-0, á San Siro. Þetta var ekki kvöld Mílanóliðsins en það átti 32 skot en tókst ekki að nýta eitt þeirra.

Belgíski framherjinn Charles De Ketelaere átti skalla í stöng í fyrri hálfleiknum og þá komu þeir Theo Hernandez og Sergino Dest sér í ákjósanleg færi en guðirnir voru ekki með þeim.

Torino spilaði manni færri frá 70. mínútu eftir að Koffi Djidji fékk að líta sitt annað gula spjald.

Milan hélt áfram að herja á Torino en Vanja Milinkovic-Savic átti góðan dag í marki gestanna og var öruggur í sínum aðgerðum.

Olivier Giroud komst næst því að skora fyrir Milan í framlengingunni en boltinn vildi ekki inn.

Michel Adopo reyndist síðan hetja Torino á 114. mínútu er hann stýrði boltanum í netið eftir sendingu frá Jephte Bayeye.

Torino fer því áfram í 8-liða úrslit á kostnað Milan en liðið mætir Fiorentina eða Sampdoria.
Athugasemdir
banner
banner
banner