Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. febrúar 2018 22:27
Magnús Már Einarsson
Conte: Ætlum að reyna að berjast á móti sögusögnunum
Sáttur með dagsverkið.
Sáttur með dagsverkið.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, var sáttur eftir 3-0 sigurinn á WBA í kvöld. Miklar vangaveltur hafa verið í kringum framtíð Conte að undanförnu en hann segir að þær trufli sig lítið.

„Við erum að verða vanir þessum sögusögnum. Leikmenn mínir vita mjög vel hvert okkar verk er og hvað við þurfum að gera," sagði Conte.

„Við ætlum að reyna að berjast á móti þessum sögusögnum. Það er einungis ein leið til þess og hún er að vinna og spila góðan fótbolta."

„Ég held að þessar sögusagnir muni fylgja okkur til enda. Þetta er ekki merkilegt í mínum augum."

„Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná í þrjú stig og sigur, sérstaklega fyrir sjálfstraustið. Þegar þú tapar tveimur leikjum í röð á slæman hátt þá fer sjálfstraustið niður á við."

Athugasemdir
banner
banner