mán 12. febrúar 2018 22:23
Magnús Már Einarsson
Hazard: Reynum að ná í alla titlana
Frábær í kvöld.
Frábær í kvöld.
Mynd: Getty Images
„Við brugðumst vel við og gerðum það fyrir framan stuðningsmenn okkar," sagði Eden Hazard eftir 3-0 sigur Chelsea á WBA í kvöld.

Eftir 4-1 tap gegn Watford í síðustu viku komst Chelsea aftur á beinu brautina. Hazard átti góðan leik og skoraði tvö mörk.

„Það er aldrei auðvelt að tapa tveimur leikjum í röð en núna erum við komnir aftur. Við erum Chelsea, meistararnir og við ætlum að gefa allt okkar."

„Stundum tapar þú. Þá er mikilvægast að standa saman. Við unnum saman og ræddum saman. Í dag sýndum við frábæran karakter varnar og sóknarlega."

Hazard skoraði fyrra markið eftir undirbúning frá Olivier Giroud sem kom frá Arsenal á dögunum.

„Hann er frábær framherji til að spila í kringum. Kannski sá besti á Englandi. Við getum gefið á hann og verið í kringum hann. Hann er gott skotmark. Við höfum nokkra framherja því við höfum hann, Alvaro (Morata) auk þess sem ég get spilað frammi."

Hazard er brattur og setur stefnuna hátt út tímabilið. „Ég tel að við þurfum að ná sæti í topp fjórum til að ná í Meistaradeildina. Ef við getum væri frábært að vinna enska bikarinn og Meistaradeildina líka en það verður ekki auðvelt."

„Við reynum að ná í alla titla. Við þurfum að gefa allt okkar til að ná okkar markmiðum og markmiðið þegar þú spilar með Chelsea er að vinna titla."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner