mán 12. febrúar 2018 23:30
Ingólfur Stefánsson
Meiðsli Sturridge líklega ekki alvarleg
Mynd: GettyImages
Daniel Sturridge fór meiddur af velli á fjórðu mínútu í leik West Brom gegn Chelsea í kvöld.

Sturridge hefur átt í ótrúlegum meiðslavandræðum á ferli sínum og Alan Pardew þjálfari West Brom hefur sagt að liðið þurfi að fara varlega með hann.

Leiknum í kvöld lauk með 3-0 sigri Chelsea en Pardew sagði að það væri mögulega meiri skellur að missa Sturridge en að tapa leiknum.

„Að missa Sturridge eftir aðeins þrjár mínútur var skellur í sjálfur sér."

„Hann fann fyrir lærinu eftir 60 metra sprett í byrjun leiksins og þurfti að koma útaf. Við þurfum að fara vel með hann, hann mun ekki spila í FA bikarnum næstu helgi en vonandi verður hann klár í vikunni þar á eftir."

„Það hefði hjálpað að hafa Sturridge í leiknum. Það var sennilega meiri skellur að missa hann af velli heldur en úrslitin sjálf. Við þurfum að koma honum í gang því við erum í vandræðum með það að skora mörk."


West Brom eru í neðsta sæti deildarinnar sjö stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner