Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 12. febrúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
86% áhorfenda vitni að kynþáttafordómum
Mynd: Getty Images
Sky Sports News gerði rannsókn á kynþáttafordómum áhorfenda enska boltans og eru niðurstöðurnar sláandi.

Yfir 1000 manns tóku þátt í könnuninni og höfðu 86% þeirra orðið vitni að kynþáttafordómum á enskum leikvöngum. Þegar svör þátttakenda sem tilheyra minnihlutahópum eru skoðuð höfðu 93% orðið vitni að kynþáttafordómum.

Ef haldið er áfram að rýna í minnihlutahópstölurnar höfðu 71% orðið fyrir barðinu á kynþáttafordómum á leikdegi.

29% þeirra sem urðu vitni að kynþáttafordómum létu vita af því en 74% þeirra leið eins og það væri ekki tekið mark á kvörtuninni. Það þýðir að bæta þarf viðbrögð og viðmót vallarstarfsmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner