Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 12. febrúar 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Babacar Sarr samdi í Rússlandi - Fjórar konur saka hann um nauðgun
Á að mæta fyrir dóm á fimmtudag
Babacar Sarr í leik með Selfyssingum 2012.
Babacar Sarr í leik með Selfyssingum 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Babacar Sarr samdi á dögunum við Yenisey Krasnoyarsk í Rússlandi eftir að Molde tilkynnti þann 18 .janúar síðastliðinn að félagið hefði náð samkomulagi um að rifta samningi við hann.

Hinn 27 ára gamli Sarr er frá Senegal en hann spilaði með Selfyssingum árið 2011 og 2012 þar sem hann vakti athygli félaga á Norðurlöndunum. Sarr hefur leikið í Noregi frá 2013 en þar hefur hann verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin tvö ár.

Í maí 2017 sakaði norsk kona Sarr um nauðgun og það mál var í kjölfarið tekið til rannsóknar. Í fyrra var Sarr ákærður fyrir nauðgunina og hann á að mæta fyrir dómstóla næstkomandi fimmtudag.

Óvíst er þó hvort Sarr mæti þar sem hann er fluttur til Rússlands þar sem hann samdi við Yenisey Krasnoyarsk.

Þrjár aðrar konur hafa undanfarin ár sakað Sarr um nauðgun og ein þeirra segist meðal annars hafa orðið ólétt eftir að hafa verið nauðgað. Sarr hefur neitað að gangast undir faðernispróf í því máli.

Nýjasta atvikið var eftir tímabilið í Noregi í nóvember síðastliðnum en leikmenn Molde komu þá við í Osló á leið í skemmtiferð til Barcelona.

Kona hefur sakað Sarr um að hafa nauðgað sér tvívegis sömu nóttina í Osló.

Sarr spilaði 27 af 30 leikjum Molde á síðasta tímabili og Ole Gunnar Solskjær valdi hann tvívegis sem fyrirliða. Í útileikjum Molde voru oft borðar í stúkunni þar sem stuðningsmenn létu í ljós óánægju sína með að Sarr væri að spila eftir að hafa verið kærður fyrir nauðgun.

Smelltu hér til að lesa langa grein Josimar um Babacar Sarr og mál hans
Athugasemdir
banner
banner