banner
   þri 12. febrúar 2019 20:44
Brynjar Ingi Erluson
Breiðablik og BATE Borisov ná samkomulagi um Willum
Willum Þór Willumsson i leik með Blikum
Willum Þór Willumsson i leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi hafa náð samkomulagi um Willum Þór Willumsson en þetta staðfesti Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks við Fótbolta.net í kvöld.

Willum, sem er fæddur árið 1998, er uppalinn hjá Blikum en hann var í lykilhlutverki síðasta sumar og gerði þar 6 mörk í 19 leikjum.

Hann hefur þá verið öflugur með U21 árs landsliði Íslands og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Eistlandi í 0-0 jafntefli í janúar. Hann var þá valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili.

Hann hefur eftirsóttur síðustu mánuði en ítalska B-deildarliðið Spezia var í viðræðum við Breiðablik en liðin náðu þó ekki saman.

Breiðablik hefur verið í viðræðum við BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi en félögin hafa náð samkomulagi og mun Willum ferðast þangað á morgun og verður hann á leik liðsins gegn Arsenal á fimmtudag í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann mun í kjölfarið ræða um kaup og auk þess sem hann skoðar aðstæður hjá félaginu.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður leikmannsins fer út með honum og þá verður Willum Þór Þórsson með í för en hann er faðir leikmannsins.

BATE Boriosv hefur verið áskrifandi að bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni síðustu ár og þá er liðið ríkjandi meistari í Hvíta-Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner