Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. febrúar 2019 19:52
Arnar Helgi Magnússon
Evrópudeildin: Fenerbache kláraði Zenit - Dýrt vítaklúður
Mynd: Getty Images
Fenerbahce 1 - 0 Zenit
1-0 Islam Slimani ('21 )
1-0 Robert Mak ('44 , Misnotað víti)

Fyrsta leik 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar er lokið en Fenerbache og Zenit mættust í Tyrklandi.

Islam Slimani, lánsmaður frá Leicester, kom Fenerbache yfir á 21. mínútu eftir sendingu frá Sadık Çiftpınar.

Slóvakinn Róbert Mak fékk gullið tækifæri til þess að jafna metin og skora þetta dýrmæta útvallarmark fyrir Zenit á 44. mínútu þegar hann tók vítaspyrnu, boltinn fór ekki inn og því heimamenn sem leiddu í hálfleik.

Fenerbache hékk á forystunni út leikinn og sigruðu að lokum en mark Slimani tryggði sigurinn.

Seinni leikur liðanna verður leikinn á fimmtudaginn í næstu viku en það er allt opið í einvíginu eftir úrslit kvöldsins.
Athugasemdir
banner
banner