Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. febrúar 2019 13:15
Magnús Már Einarsson
Lovren fór ekki til Spánar - Nær hann leiknum gegn Bayern?
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur staðfest að Dejan Lovren sé ekki með liðinu í æfingaferð á Marbella á Spáni.

Upphaflega var sagt að Lovren myndi fara með í ferðina en hann hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðan hann fór af velli gegn Wolves þann 7. janúar.

Liverpool mætir Bayern Munchen í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Varnarmaðurinn öflugi Virgil van Dijk er í leikbanni í þeim leik en Lovren er í kapphlaupi við tímann að verða klár.

„Dejan er ekki hér og Joe (Gomez) er ekki hér. Það er ekki gott en við erum að reyna að gera allt sem við getum til að hafa Dejan kláran gegn Munchen. Það verður tæpt," sagði Klopp í dag.

„Það er betra fyrir hann að vera á öðrum stað núna að gera það sem hann þarf að gera. Það hefði ekki hjálpað honum að koma hingað svo við reynum allt, það er á hreinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner