Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. febrúar 2019 09:45
Magnús Már Einarsson
Man Utd vill Rabiot - Salah til Juventus?
Powerade
Hvert fer Rabiot í sumar?
Hvert fer Rabiot í sumar?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er með slúður frá Englandi sem og fleiri stórum deildum.



Juventus ætlar að bjóða 175 milljónir punda í Mohamed Salah (26) sóknarmann Liverpool. (Sky Arabia)

Manchester United hefur ákveðið að blanda sér í baráttuna um miðjumanninn Adrien Rabiot (23) sem er á förum frá PSG í sumar. (Mirror)

Framtíð Maurizio Sarri, stjóra Chelsea, mun skýrast mjög fljótlega. (Telegraph)

Leikmenn Chelsea héldu fund á æfingasvæðinu í gær til að hreinsa andrúmsloftið eftir 6-0 tapið gegn Manchester City. (Mail)

Frank Lampard, stjóri Derby, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann sé líklegur til að taka við af Sarri ef hann verður rekinn. (Evening Standard)

Forráðamenn Chelsea eru ósáttir við hvernig Sarri hefur meðhöndlað Callum Hudson-Odoi (18) á þessu tímabili. Bayern Munchen hefur mikinn áhuga á Hudson-Odoi. (Mirror)

Barcelona hefur náð samkomulagi við Eintracht Frankfurt um kaup á framherjanum Luka Jovic (21) í sumar. (Diario Sport)

Paulo Dybala (25) framherji Juventus, er að færast nær félagaskiptum til Real Madrid í sumar. (AS)

West Ham bauð 35 milljónir punda í Duvan Zapata (27) framherja Atalanta í janúar. (Di Marzio)

Darren Bent, fyrrum framherji Tottenham, óttast að önnur félög reyni við Son Heung-Min í sumar. (Goal)

Juan Foyth (21) miðvörður Tottenham segist hafa hafnað PSG árið 2017. (Goal)

Barcelona vildi fá Martin Skrtel (34) varnarmann Fenerbahce í sínar raðir í janúar. Skrtel, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, hafnaði Börsungum. (AS)

Paul Scholes, stjóri Oldham telur að Jose Mourinho muni fylgjast með úrslitum sínum. Scholes gagnrýndi Mourinho mikið hjá United. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner