þri 12. febrúar 2019 21:42
Arnar Helgi Magnússon
Mertesacker segir að þýsku liðin hafi forskot á þau ensku
Mynd: Getty Images
Per Mertesacker, fyrrum leikmaður Arsenal og fleiri liða, segir að Dortmund geti nýtt sér það að þeir séu að fara að mæta þreyttu liði Tottenham.

Liðin mætast í fyrri leik einvígisins í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

„Ég hef upplifað það sem leikmaður og álagið á leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni í desember er ekkert eðlilega mikið. Álagið í þessum mánuði getur haft áhrif á stærstu leikina í apríl og maí."

Leikmenn þýsku úrvalsdeildarinnar fengu eins og hálfs mánaðar frí yfir hátíðarnar.

„Þetta er ástæðan fyrir því að árangur ensku liðanna er svo slakur í Meistaradeildinni. Þýsku liðin eiga að nýta sér þetta og keyra upp hraðann í þessum leikjum."

Frá og með næsta tímabili fá ensku úrvalsdeildarliðin tveggja vikna frí í febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner