Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. febrúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo með 20 mörk á tímabili síðustu 13 ár
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er óumdeilanlega einn af bestu knattspyrnumönnum allra tíma.

Hann var allt í öllu í 0-3 sigri Juventus gegn Sassuolo um helgina þar sem hann lagði upp og skoraði sitt tuttugasta mark á tímabilinu.

Þetta er þar með þrettánda tímabilið í röð sem Ronaldo skorar 20 mörk eða meira fyrir félagslið sitt, eitthvað sem hann gerði í fyrsta sinn hjá Manchester United tímabilið 2006-07.

Ronaldo er kominn með 18 mörk í 23 leikjum í Serie A, eitt í Meistaradeild og eitt í bikarkeppni.

Lionel Messi, sem er tveimur árum yngri, er til samanburðar búinn að skora yfir 20 mörk síðustu ellefu tímabil. Þar áður skoraði hann 16 og 17 mörk.




Athugasemdir
banner
banner