Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 12. febrúar 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel: Trafford orðinn einn erfiðasti útivöllur heims
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri PSG, býst við hörkuleik í kvöld er hans menn heimsækja Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Stuðningsmenn PSG voru eflaust sáttir þegar þeir sáu að Man Utd væru næstu andstæðingar þeirra þegar dregið var í desember. Núna er ástandið þó allt öðruvísi og eru Rauðu djöflarnir komnir á fleygiferð með Paul Pogba fremstan í fylkingu.

„Það kemur mér ekki á óvart að Paul Pogba sé lykilmaður í þessu liði, hann er ótrúlegur leikmaður sem býr yfir miklum gæðum og getur skipt sköpum," sagði Tuchel.

„Hann er að verða að sönnum leiðtoga, hann elskar að spila fyrir þetta félag. Hlutirnir hafa breyst á skömmum tíma hjá Manchester United og er Old Trafford einn erfiðasti útivöllur heims um þessar mundir."

Tuchel segist ekki hafa skoðað Man Utd sérstaklega eftir dráttinn í desember því þá hafi verið svo langt í leikinn.

„Ég sagði að það væri óþarfi að tala um Manchester United í desember eða janúar. Núna er kominn febrúar og það er allt annað að sjá þetta lið, það er fullt af orku og sjálfstrausti."

Tuchel tjáði sig einnig um fjarveru Neymar og Cavani og viðurkenndi að liðið mun sakna þeirra þrátt fyrir breiddina í leikmannahópnum.

„Myndi Man Utd sakna Pogba eða Rashford? Auðvitað. Sum skörð verða ekki fyllt. Neymar er einn af bestu leikmönnum Evrópu og við munum sakna hans sárlega, sama á við um Cavani."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner