þri 12. febrúar 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Víkingar hefja vinnu við nýjan gervigrasvöll á morgun
Úr leik á Víkingsvelli.
Úr leik á Víkingsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framkvæmdir hefjast morgun á Víkingsvelli en þar verður gervigras lagt á aðalvöll félagsins.

Markmiðið er að framkvæmdin klárist í byrjun júní.

Víkingur spilar fyrstu þrjá heimaleiki sínu á Eimskipsvellinum í Laugardal en þeir leikir eru gegn FH, Stjörnunni og KR.

Fyrsti leikur á nýjum gervigrasvelli Víkings er áætlaður 14. júní þegar HK kemur í heimsókn.

Stjarnan og Valur hafa undanfarin ár spilað heimaleiki sína í Pepsi-deildinni á gerivgrasi og seint síðastliðið sumar bættist Fylkir í hópinn.

Víkingur og Breiðablik bætast í hópinn í sumar sem og HK sem kemur upp úr Inkasso-deildinni.

Uppfært 16:00: Framkvæmdirnar við völlinn hófust strax í dag!


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner