Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. febrúar 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Magðalena lék sinn fyrsta leik í Skotlandi
Magðalena til hægri.
Magðalena til hægri.
Mynd: Þór TV
Magðalena Ólafsdóttir spilaði sinn fyrsta leik í skoska boltanum á dögunum eftir félagaskipti frá Þór/KA.

Hún var í byrjunarliðinu hjá ForfarFarmington á móti Kilmarnock í skosku bikarkeppninni og spilaði allar 90 mínúturnar.

Leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður þar sem mikill vindur hafði áhrif á leikinn. Í fyrri hálfleik var töluvert jafnræði með liðunum en Forfar Farmington var ívið sterkari aðilinn á móti strekkings vindi og komst yfir 1-0 Magðalena spilaði á miðjunni og átti fínan leik.

Í seinni hálfleik tók Forfar öll völd á vellinum og Magðalena færði sig upp á topp og spilaði virkilega vel í seinni hálfleik og var óheppin að skora ekki. Leikurinn endaði 2-0 fyrir Forfar.


Texti: Aðsendur.
Athugasemdir
banner
banner