Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. febrúar 2020 22:23
Aksentije Milisic
Þjálfari Ajax staðfestir að Chelsea sé að kaupa Ziyech
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, þjálfari Ajax, hefur staðfest það að Chelsea ætli sér að kaupa Hakim Ziyech. Frank Lampard, stjóri Chelsea, sagði í síðasta mánuði að Ziyech væri aðalskotmark Chelsea og nú virðist sem liðið ætli að kaupa hann í sumar.

Chelsea hefur samþykkt að kaupa þennan 26 ára gamla leikmann á 38 milljónir punda en Ziyech hefur spilað yfir 150 leiki fyrir Ajax frá því hann kom árið 2016 frá Twente.

„Við bjuggumst við því að hann færi í janúar. Ég bjóst líka við þessu fyrir einu eða tveimur árum síðan. Ég er hissa að hann sé ennþá hjá okkur. Við erum ánægðir að hann klári tímabilið hjá okkur." sagði Erik.

Lampard vill fá fjóra nýja leikmenn til liðsins í sumar en áhugavert verður að fylgjast með hvaða leikmenn Chelsea fá inn. Fabrizio Romano staðfesti einnig þessar fregnir í kvöld.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner