Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. mars 2018 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Mynd: Mögnuð tölfræði David De Gea
Mynd: Getty Images
Það leikur ekki mikill vafi á því að David De Gea er besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar og mögulega víðar.

Tölfræði sem birtist á Twitter sýnir að De Gea er ekki aðeins besti markvörður deildarinnar, heldur sá langbesti.

Tölfræðin hér fyrir neðan sýnir svart á hvítu hvernig De Gea hefur komið í veg fyrir 13.56 örugg mörk á tímabilinu. Ederson er þar næstur þar sem hann hefur komið í veg fyrir 0.41 mark.

Real Madrid hefur sýnt De Gea mikinn áhuga á síðustu árum en Manchester United segir hann ekki vera til sölu.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá tölfræði markvarða sex bestu liða deildarinnar. Þetta eru engir smá markverðir, Petr Cech, Thibaut Courtois, Ederson og Hugo Lloris.

Loris Karius er einnig á listanum en hann hefur spilað talsvert minna á tímabilinu.








Athugasemdir
banner
banner
banner
banner