Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 12. mars 2018 22:36
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Skiptir ekki máli hvenær við vinnum
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola telur Englandsmeistaratitilinn vera kominn í hús eftir 2-0 sigur gegn Stoke City fyrr í kvöld.

Manchester City er með sextán stiga forystu á Manchester United þegar átta umferðir eru eftir.

„Við stjórnuðum leiknum og erum komnir með 81 stig, það er hellingur! Núna fáum við þrjár vikur í frí. Við ætlum til Abu Dhabi og munum koma endurnærðir til baka," sagði Pep eftir sigurinn.

„Þetta er búinn að vera erfiður vetur fyrir alla þannig núna ætlum við að njóta sólarinnar."

Pep er rólegur varðandi framhaldið og segir það aðeins vera tímaspursmál hvenær Man City vinnu Meistaradeildina.

„Þetta er í fyrsta sinn í 18 ár sem við vinnum Stoke heima og úti á sama tímabili og núna erum við tveimur eða þremur leikjum frá því að vera krýndir Englandsmeistarar.

„Við munum fylgjast spenntir með meistaradeildardrættinum á föstudaginn. Við verðum meistarar fyrr eða síðar ef við höldum áfram að spila svona.

„Það skiptir ekki máli hvenær við vinnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner