þri 12. mars 2019 21:55
Arnar Helgi Magnússon
Meistaradeildin: Þrenna Ronaldo skaut Juventus áfram - City skoraði sjö
Ronaldo fagnar í kvöld
Ronaldo fagnar í kvöld
Mynd: Getty Images
Liðsmenn Manchester City fóru þægilega áfram.
Liðsmenn Manchester City fóru þægilega áfram.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester City og Juventus eru komin í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni eftir magnaða sigra í sínum leikjum í kvöld.

Það beið liðsmönnum Juventus risaverkefni í kvöld þegar liðið fékk Atletico Madrid í heimsókn. Liðið tapaði fyrri leiknum í Madrid, 2-0, og þurftu þeir að skora þrjú til þess að fara áfram í kvöld og halda markinu hreinu.

Portúgalinn Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir á 27. mínútu leiksins með frábæru skallamarki eftir magnaða sendingu frá Federico Bernardeschi.

Ronaldo var þó búinn að koma boltanum í netið áður en myndbandsdómgæslan sá til þess að það mark fékk ekki að standa.

Cristiano Ronaldo var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks þegar hann skallaði boltann að marki Atletico eftir sendingu frá Cancelo. Marklínutækni þurfti til að skera úr um hvort að boltinn hefði farið inn eða ekki og hún hafði rétt fyrir sér, mark var það og staðan orðin 2-0.

Federico Bernardeschi fiskaði vítaspyrnu á 86. mínútu þegar að hann féll til jarðar eftir að varnarmaður Juve ýtti aftan á bakið á honum.

Hver annar en Cristiano Ronaldo fór á vítapunktinn og setti boltann örugglega framhjá Jan Oblak í marki Atletico og staðan orðin 3-0.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Mögnuð endurkoma Juventus og hver annar en Cristiano Ronaldo sem að fór fyrir liðinu, ekki í fyrsta skipti og ekki það síðasta!

Schalke engin fyrirstaða fyrir Manchester City
Manchester City gjörsamlega rúllaði yfir Schalke þegar liðin mættust í Manchester í kvöld. Fyrri leikurinn endaði með 2-3 útisigri City.

Sergio Aguero kom Manchester City yfir á 35. úr vítaspyrnu, gífurlega öruggur á vítalínunni.

Aguero skoraði sitt annað mark tæpum þremur mínútum síðar þegar hann skoraði af stuttu færi eftir glæsilegan undirbúning frá Raheem Sterling.

Leroy Sane bætti við þriðja marki Manchester United áður en að flautað var til hálfleiks. Staðan því 3-0 Manchester City í vil þegar leikmenn gengu til búningsherbergja.

Sane var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks þegar hann átti sendingu á Raheem Sterling sem að setti boltann í netið úr góðu færi.

Veislan var ekki búin hjá City en fimmta markið kom þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leikskoka. Leroy Sane fann þá Bernardo Silva inni í teig og Portúgalinn kláraði snyrtilega framhjá Fahrmann í marki Schalke. Englendingurinn ungi, Phil Foden, bætti sjötta marki City við á 78. mínútu leiksins

Gabriel Jesus rak síðasta naglann í kistu Schalke þegar að hann skoraði sjöunda mark liðsins skömmu fyrir leiksklok. Mögnuð úrslit í Manchester og Englandsmeistararnir fara áfram, samanlagt 10-2

Manchester City 7 - 0 Schalke 04 (Samanlagt 10-2)
1-0 Sergio Aguero ('35 , víti)
2-0 Sergio Aguero ('38 )
3-0 Leroy Sane ('42 )
4-0 Raheem Sterling ('56 )
5-0 Bernardo Silva ('71 )
6-0 Phil Foden ('78 )
7-0 Phil Foden ('78 )

Juventus 3 - 0 Atletico Madrid (Samanlagt 3-2)
1-0 Cristiano Ronaldo ('27 )
2-0 Cristiano Ronaldo ('49 )
3-0 Cristiano Ronaldo ('86 , víti)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner