Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. mars 2020 18:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekkert íþróttabann enn sem komið er á Englandi
Mynd: Getty Images
Ríkistjórnin á Englandi hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort eigi að fresta öllum íþróttaviðburðum vegna kórónaveirunnar.

Í frétt Sky Sports segir að reikna megi með því að spilað verði í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Ekki er þó vitað hvort áhorfendur verði leyfðir inn á leikvangana.

Mörg lönd hafa sett á algjört íþróttabann. Þar á meðal Danmörk og Ítalía. Ensk stjórnvöld hafa enn ekki gert upp við sig hvort að eigi að setja algjört bann á íþróttir þar í landi.

Boris Johnson, forsætisráðherra, á að hafa fundað með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í dag og sagði hann í viðtali eftir fundinn að rætt hefði verið um hvort að setja ætti bann á alla íþróttaviðburði. Það væri þó ekkert staðfest í þeim efnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner