Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. mars 2020 17:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fleiri frestanir og luktar dyr
Luktar dyr.
Luktar dyr.
Mynd: Getty Images
Þessa dagana er rætt og ritað um fátt annað en kórónaveiruna. Mörg sambönd hafa gripið á það ráð að spila fyrir luktum dyrum eða hreinlega fresta/aflýsa leikjum.

UEFA ætlar að funda á þriðjudag en nú þegar eru þónokkrar deildir búnar að taka ákvarðinir er varðar breytt fyrirkomulag. Þar má meðal annars nefna La Liga á Spáni, ítölsku deildirnar, norsku deildina og MLS-deildina í Bandaríkjunum.

Í Þýskalandi hefur verið staðfest að leikir í efstu deild verða leiknir fyrir luktum dyrum en ekki hefur verið ákveðið með næstefstu deildina þar í landi.

Við þetta má bæta að í Argentínu er búið að aflýsa öllum íþróttaviðburðum fram í apríl, hollenska deildin og hollenska landsliðið mun ekki spila meira í mars, portúgölsku deildinni hefur verið aflýst, landslið Wales mun ekki spila æfingaleik við Bandaríkin og CONCACAF hefur frestað Meistaradeildinni í Norður- og Mið-Ameríku.

Í Tyrklandi verður leikið fyrir luktum dyrum út aprílmánuð og þá hefur úrslitakeppninni í Grikklandi verið frestað.

Eflaust vantar eitthvað í þessa upptalningu en þegar þetta er skrifað hefur enn ekki verið tekin ákvörðun þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni eða landsleik Íslands gegn Rúmeníu þann 26. mars.
Athugasemdir
banner
banner