fim 12. mars 2020 16:05
Elvar Geir Magnússon
Frestanir á City - Real og Juve - Lyon staðfestar
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimaleik Manchester City gegn Real Madrid hefur verið frestað.

City vann 2-1 útisigur í fyrri leiknum en seinni leikurinn átti að vera á þriðjudaginn.

Leikmenn Real Madrid eru í sóttkví eftir að leikmaður úr körfuboltaliði félagsins greindist með kórónaveiruna.

Fótboltaliðið deilir að hluta sömu aðstöðu á æfingasvæðinu og verða leikmenn Real Madrid í fimmtán daga sóttkví.

„Félagið sendir bestu kveðjur til leikmanna og starfsmanna fótbolta- og körfuboltaliða Real Madrid. Upplýsingar um breytta dagsetningu koma síðar," segir í tilkynningu Manchester City.

Leik Juventus og Lyon hefur einnig verið frestað en Ítalíumeistararnir eru í sóttkví eftir að leikmaður liðsins, Daniele Rugani, greindist með kórónaveiruna.

Líklegt er talið að keppni í Meistaradeildinni verði frestað vegna heimsfaraldursins.


Athugasemdir
banner
banner
banner